Friday, October 28, 2005
Færslur

Galata brúin yfir Bosporus sundið tengir Evrópu og Asíu.
------------------------
Framundan er ævintýraferð til Istanbul með fullri flugvél af Íslendingum. Höfum alltaf farið á eigin vegum í ferðalög hingað til, þannig að þetta verður öðruvísi. Hef ekki farið í svona hópferð síðan að útskriftarárgangurinn í menntó fór til Grikklands í eldgamla daga.
Með í för verða mamma og Svava, þannig að Lárus verður eins og soldán á ferð með kvennabúrið :-) Ætli karlarnir þarna niður frá vorkenni honum ekki frekar en hitt að vera að ferðast með allar þessar kellur.
Þar sem ferðadagbókin frá Serbíu mæltist svona vel fyrir þá verður eitthvað hripað niður í Istanbul líka. Það er ekki síður skemmtilegt fyrir mann sjálfan að eiga þessar færslur þegar heim er komið. Verst hvað maður er andfélagslegur að vera sífellt að stinga af á kvöldin til að komast í tölvu. Færslurnar frá Istanbul verða reyndar bæði fáar og stuttar enda gefur lengd ferðarinnar ekki færi á öðru.
Comments:
<< Home
Ég vissi að það yrði svo gaman að lifa í Istanbúl að ekki yrði tími til að skrifa. Skemmtið ykkur sem allra best. Ekki gleyma að fara í tyrkneskt bað.
Tad verdur farıd ı tyrkneskt bad og ja tad er gaman ad lıfa ı Istanbul. Skıl ekkert i Thjodhildi ad vera ekkı her lika ...
Bestu kvedjur
AH
Post a Comment
Bestu kvedjur
AH
<< Home