Wednesday, November 09, 2005

 


















Komin heim eftir eftirminnilega daga í Istanbul.

Það fór eins og mig grunaði að lítill tími gæfist til að blogga í ferðinni enda þessi stutti tími nýttur í annað.

Sigldum um Bosporussundið og skoðuðum borgina frá þeirri hlið í sunnlensku haustveðri. Þeir sem hyggja á Istanbul ferðir á þessum árstíma þurfa ekki að íþyngja ferðatöskunum með sumarklæðnaði því hann kemur að litlum notum. Þarna er frekar hráslagalegt enda næða vindarnir yfir Svartahafið og skella á Istanbul sem þar af leiðandi er heldur hráslagalegri um vetur en flestir aðrir hlutar Tyrklands.
En veðrið skipti litlu máli, við vorum ekki komin til að liggja í sólbaði. Tyrkjunum fannst þetta reyndar ægilega sorglegt fyrir okkar hönd því þeim er MJÖG umhugað um að útlendingum líki vel við landið þeirra.
Ef við höldum að við ofnotum spurninguna "How do you like Iceland" þá á að prufa að fara til Tyrklands. Þetta er það fyrsta sem þeir vilja vita svona eftir að þeir hafa náð því hvaðan maður er. Flestir tilkynntu þeir manni að þeir væru sko ekki Arabar þeir væru Tyrkir og þeim fannst ægilega leiðinlegt hvað umtalið um þá væri slæmt. Verð líka að segja að eftir þessa ferð fékk ég nýja sýn á þjóðina. Við höfum auðvitað alist hér upp með fréttum af Halim Al og Sophiu Hansen og svo erfum við enn Tyrkjaránið hér um árið (Alsír búar voru það nú reyndar).
En allir sem við hittum voru einstaklega almennilegir og alla vega í þessum borgarhluta sem við vorum fannst manni maður alveg öruggur. Ég hef lent í miklu meiri leiðindum í Glasgow og Hamborg heldur en manni fundust mögulega geta gerst þarna.
Gríðarleg virðing er borin fyrir eldra fólki og þá sérstaklega mæðrum. Elsta mamman á svæðinu skipar alveg sérstakan sess og sjaldan hefur verið dekrað eins við hana móður mína eins og þarna. Það held ég að hafi nú ekki þótt leiðinlegt!

Meðal þess sem við skoðuðum var Grand Bazaar sem er stórfenglegur en um leið algjörlega yfirþyrmandi. Risastór yfirbyggður Bazaar þar sem leðurvörur, teppi, gull og fatnaður hverskonar var til sölu í hverjum básnum á fætur öðrum. Það var auðvelt að gleyma sér við að skoða dýrðina og prútta um verð. Gengum síðan um þröngar götur Istanbul yfir á Kryddbasarinn sem er ekki síður skemmtilegur en þar er te og krydd og hvers konar matvara í endalausum röðum. Ekki slæmt að kaupa safran, anís stjörnur, rósapipar og fleira eftir vikt á lítinn pening. Mikið úrval var líka af tei hverskonar og ekki má nú gleyma "Türkish delight" sem er þjóðarsælgætið. Alveg ótrúlega vont nammi sem límir tennurnar saman. Vona að eldri borgarar ferðarinnar hafi verið með gómana vel skrúfaða ef þeir villtust til að smakka ! Svava keypti reyndar svona kassa til að færa vinnufélögunum. Hún vinnur líka á rannsóknarstofu þannig að kannski átti bara að efnagreina innihaldið.

Para Palas er eitt elsta og virðulegasta hótel Istanbul borgar sem staðsett er rétt fyrir neðan Richmond þar sem við bjuggum. Á Para Palas hafa búið margir merkir menn og konur og eru innréttingar allar enn í upprunalegum stíl. Með því að tippa svolítið ríflega fengum við þjón til að sýna okkur herbergið sem Agatha Christie bjó í þegar hún skrifaði "Morðið í Austurlanda hraðlestinni". Það hafði reyndar skemmst nóttina áður vegna sprunginnar vatnsleiðslu en allar myndir og munir voru í lagi.
Það var ekki ónýtt að líða um gangana og ímynda sér að Mata Hari, Ernest Hemingway, Atatürk, Tito, Agatha Christie og fleiri góðir kæmu fyrir hornið.

Farastjóri okkar í ferðinni var Friðrik G. Friðriksson og er ekki annað hægt en að hrósa honum fyrir gott skipulag. Hann skipuleggur ferðir útum allan heim og hér er hægt að skoða síðuna hans.

Sunday, November 06, 2005

 
Aevıntyraleg borg og otrulega margt ad sja.
I safnınu i Topkaphı hollinni saum vid medal annars fotspor Muhameds spamanns og sandalar sama snillings. Har ur skeggi Muhameds og fleiri muni ur hans eigu. Tar eru samankomnir margir helgustu hlutir Islams og serstakt ad verda vitni ad teirri lotningu sem muslimarnir syndu tegar teir gengu tar um sali. Allt aetladi vitlaust ad verda tegar einhver turistinn dirfdist ad taka mynd fyrir framan hurdina fra Kaaba. En nokkrir hlutir fra Kaaba voru tarna til synis. Kaaba er svarta husid i midrı Mekka og tar af leidandi helgsti stadur muslima.

Lygılegt hvad lagt hefur verid i byggingar og skreytingar a husum soldansınsç
Tarna er merkt safn muna Ottoman veldisins, allt slegid gulli og edalsteinum. 86 karata demantur er djasn safnsins asamt otolulegum fjolda annarra dyrgripa.

Roltum um Hıppodrome tar sem hın 3600 ara bleıka marmara sula tronır enn eıns og ny a sinum stalli. Tad var reyndar svolitid erfitt ad gera ser i hugarlund hvernig umhorfs var tarna a timum Romverja, tegar gullslegnır hestvagnar ottu tarna kappi, en vid reyndum tad nu samt.

Aegıssıf (Hagıa Sophıa) er eitt af undrum veraldar og olysanlegt ad sja tar mosaik myndirnar sem kalkad hafdı verıd yfır en eru ad koma i ljos a ollum veggjum. I Islam er bannad ad dyrka folk og tvi sjast hvergi myndir af Muhammed eda odrum mennskum verum. Hvergı sjast heldur krossar edlı mals samkvaemt en sja ma mota fyrir krossum fra timum krossfaranna i Aegıssif sem malad hefur verid yfir a sidari timum. Norraenir vikingar voru vınsaelir lifverdir soldananna og teir hafa skilid eftir sig mynjar, veggjakrot a runaletri, donarnir ! !

Teppasalarnir hafa att her goda daga enda morg teppi ratad i toskurnar. Hvernig er lika haegt ad standast langa fyrirlestra i teppa salnum, tar sem bodid er til saetis i djupum sofum og eplate i bodi medan tessı gullfallegu teppi hringsnuast fyrir augum manns. Adra eins solumenn hofum vid ekki fyrirhitt...
Lalli komst til rakara i dag, loksins, hann var ordinn eins og villimadur. Hefur mikid lagast!

I kvold var hopferd a magadans synıngu sem var betri en vid bjuggumst vid. Skemmtilegt kvold og İslendingar aberandi ad vanda.

Friday, November 04, 2005

 
Istanbul og fotboltı

Istanbul er liıfleg og falleg borg, miklu vestraenni en eg gerdi rad fyrir.
Er alltaf ad sannfaerast betur og betur um tad ad allar storborgir eru eins ! !
Ef ekki vaeri fyrir baenakollın sem glymja her yfir borgina med reglulegu millibili gaeti tetta verid Belgrade. En audvitad er margt her odruvisi en madur a ad venjast til daemis lyklabordin a tolvunnı :-)

Flugıd ut gekk eins og i sogu og reyndar otrulegt hvad tad var fljott ad lida. Ataturk flugvollurınn er ekkı stor, tannıd ad vel gekk ad komast tar ı gegn. Heldur seinlegra var ad smala ollum ı rettar rutur, en gekk to a endanum. Hotelıd okkar er vıd stora gongugotu sem endar a Taksıt torgınu. Vıd skemmtum okkur konunglega vıd ad rolta ı budır og kıkja a veıtıngastadı sem eru a hverju strai her.
I dag forum vıd med islenska hopnum ı skodunarfer. Heımsottum sumarholl Tyrkja soldans sem var storfengleg. Reyndar ekkı skrytid ad Tyrkland yrdı gjaldtrota tvı um 300 hallır, flestar staerrı en tessı sumarbustadur sem vid skodudum ı dag, tılheyrdu soldanınum. Tad turftı nu lıka nokkra bustadı til ad hysa kvennaburıd og alla afkomendurna sem voru fleırı tusund.
Forum sidan a utsynısstad til ad horfa yfır borgına sem var nu annars vel falın undır suldarskyjunum sem hengu her yfir i dag.
Best lukkud var ovaent og ekki planlogd heimsokn i vatnsgeyma Istanbul borgar sem Romverjar byggdu nedanjardar fyrır 1000 arum sıdan. Alveg otruleg mannvırkı og ogleymanlegt ad heımsaekja tennan stad.
Ad lokum var ledurverksmidja heimsott sem seldi fjolbreytt urval af ledurjokkum, tar var haegt ad losna vid nokkra sedla ef viljinn var fyrir hendi.

Larus yfirgaf sidan kvenfolkid og skellti ser aleinn a fotboltaleik med Galatazaray. Vid vorum reyndar vissar um ad nu yrdi hann raendur en tetta var vist otruleg upplifun, 30.000 manns, bara karlmenn sem oskrudu allan timann og settust aldrei nidur. Skemmdı ekkı anaegjuna ad Galatasaray vann leikinn. Tok hann oratima ad komast heim en hafdi tad to. Eg og Svava tvaeldums um nagrennıd a medan, forum ut ad borda og skemmtum okkur konunglega a bösurunum (fann Ö ).
Her er haegt ad gera mjog god kaup en ta tarf lıka ad muna ad prutta. Tad er lika svo ansi skemmtilegt :-)
Tad sem er aftur a motı merkılegast her ı borg er hid slaandı kvenmannsleysı. Karlmenn eru allsstadar, en engar konur sjaanlegar nema eın og eın og ta alltaf med karlkyns fylgdarmenn. Aetli allar konur seu heima ad hugsa um born og bu.

Verd sıdan ad leidretta ad bruın a myndınnı her fyrir nedan er Bosporus bruın ekkı Galata bruın. Bosporus bruın er yfır Bosporus sundıd og tengır tar med Evropu og Asiu. Tetta sund var kallad Saevıdarsund a astkaera ylhyra lengst af.
Galata bruın er mınnı og er yfır fjord sem sker Istanbul og kallast Golden Horn.


A morgun aetlum vıd ad vera a eıgın vegum, skoda Blau moskuna, Aegıssıf og Topkapı hollına. Verdur spennandıç

Friday, October 28, 2005

 

Færslur


Galata brúin yfir Bosporus sundið tengir Evrópu og Asíu.
------------------------
Framundan er ævintýraferð til Istanbul með fullri flugvél af Íslendingum. Höfum alltaf farið á eigin vegum í ferðalög hingað til, þannig að þetta verður öðruvísi. Hef ekki farið í svona hópferð síðan að útskriftarárgangurinn í menntó fór til Grikklands í eldgamla daga.
Með í för verða mamma og Svava, þannig að Lárus verður eins og soldán á ferð með kvennabúrið :-) Ætli karlarnir þarna niður frá vorkenni honum ekki frekar en hitt að vera að ferðast með allar þessar kellur.

Þar sem ferðadagbókin frá Serbíu mæltist svona vel fyrir þá verður eitthvað hripað niður í Istanbul líka. Það er ekki síður skemmtilegt fyrir mann sjálfan að eiga þessar færslur þegar heim er komið. Verst hvað maður er andfélagslegur að vera sífellt að stinga af á kvöldin til að komast í tölvu. Færslurnar frá Istanbul verða reyndar bæði fáar og stuttar enda gefur lengd ferðarinnar ekki færi á öðru.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?